Jacob Wright er að ganga endanlega í raðir Norwich í ensku B-deildinni frá fráfarandi Englandsmeisturum Manchester City.
Hinn 19 ára gamli Wright var mikilvægur hlekkur í liði Norwich á láni frá City eftir áramót. Í lánssamningnum fylgdi kaupréttur ef miðjumaðurinn myndi byrja níu leiki eða fleiri fyrir Norwich á leiktíðinni, sem varð raunin.
Wright kom upp í gegnum unglingastarf City og greiðir Norwich 2,3 milljónir punda fyrir að fá hann til sín. Liðið hafnaði um miðja deild í vetur.
🚨🔰 Jacob Wright leaves Man City and becomes Norwich City player on permanent transfer, deal done.
Norwich only had the right to make the transfer permanent if Jacob started 9 games, the target was hit and Norwich now sign Wright for £2.3m transfer fee. pic.twitter.com/sjkHRcKRUY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 14, 2025