fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. maí 2025 12:35

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er með fimm framherja á blaði fyrir félagaskiptagluggann í sumar. BBC greinir frá þessu.

Nicolas Jackson hefur leitt línuna hjá Chelsea undanfarin tímabil en telja margir hann ekki nógu góðan til að gera það áfram ef liðið vill komast í fremstu röð.

Því er líklegt að Chelsea bæti við sig framherja í sumar og koma þar nokkrir til greina. Félagið er sagt horfa til hins sjóðheita og eftirsótta Viktor Gyokeres hjá Sporting, en sá er mikið orðaður við Arsenal þessa dagana.

Þá er Liam Delap hjá Ipswich á blaði. Hann er fáanlegur á aðeins 30 milljónir punda en undanfarna daga hefur verið fjallað um að líklegast sé að hann endi hjá Manchester United.

Benjamin Sesko, framherji RB Leipzig sem hefur lengi verið eftirsóttur, er þá á listanum og þar eru einnig Huko Ekitike hjá Frankfurt og Victor Osimhen, sem er á láni hjá Galatasaray frá Napoli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Í gær

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Í gær

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega