Federico Chiesa fer líklega frá Liverpool í sumar og er endurkoma til Ítalíu líkleg.
Kantmaðurinn kom til Liverpool frá Juventus á aðeins 10 milljónir punda síðasta sumar en hann hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá nýkrýndum Englandsmeisturum. Hefur hann til að mynda ekki byrjað einn leik í úrvalsdeildinni.
Ítalskir miðlar segja nú að Napoli sé til í að kaupa hinn 27 ára gamla Chiesa og hjálpa honum að kveikja í ferli sínum á ný.
Þar kemur einnig fram að Napoli hafi áhuga á öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni, Kevin De Bruyne, sem er á förum frá Manchester City eftir tíu frábær ár.