Það eru boðaðar breytingar hjá Barcelona í sumar og segir í fréttum að félagið sé tilbúið að losa sig við átta leikmenn í sumar.
Um er að ræða leikmenn í aðalliði félagsins en þar má nefna Ansu Fati og fleiri.
Með þessu vill Barcelona reyna að fjármagna það að styrkja liðið sitt en fjárhagurinn hefur verið erfiður síðustu ár.
Segir í frétt ESPN að Hansi Flick vilji fá varnarmann, bakvörð og vængmann til að vera til taks ef Lamine Yamal dettur út.
Barcelona er að klára spænsku deildina en datt út gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar sem voru vonbrigði.