Stórliðin á Englandi keppast nú við að kynna til leiks nýja búninga sína fyrir næstu leiktíð og er komið að Arsenal.
Treyjan á næstu leiktíð er nokkuð frábrugðin þeirri sem lið félagsins leika í núna. Blái liturinn víkur og eru þær aðeins rauðar og hvítar. Snýr merkið þá aftur á treyjuna, en aðeins er fallbyssa á treyjunni nú.
Arsenal virðist ætla að hafna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð. Það gerir kvennalið félagsins einnig en er það þó á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Barcelona.
Hér að neðan má sjá nýja búninga Arsenal, sem hafa hlotið góð viðbrögð.