Dejan Kulusevski leikmaður Tottenham hefur ekki getað æft síðustu daga og er tæpur fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester United.
Manchester United og Tottenham mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar eftir viku.
Telegraph segir að Kulusevski hafi ekki æft undanfarið en hann meiddist gegn Crystal Palace síðustu helgi.
James Maddison og Lucas Bergvall verða ekki með í úrslitaleiknum og væri áfall að missa Kulusevski.
Josuha Zirkzee og Lisandro Martinez verða frá hjá United og Diogo Dalot missir líklega af leiknum.