fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. maí 2025 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex umferðum er lokið í Bestu deild karla og er vert að skoða hvaða leikmenn skora hæst þegar gögn eru tekin saman.

Fotmob heldur utan um tölfræði fyrir deildina og samkvæmt henni er Jónatan Ingi Jónsson, lykilmaður í liði Vals, bestur það sem af er móti og það með nokkrum yfirburðum.

Jónatan er með 8,15 í meðaleinkunn, en hann er með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fyrstu sex umferðunum.

Mynd: DV/KSJ

Næstur er fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, með 7,87. Hefur þessi frábæri leikmaður skorað þrjú mörk það sem af er móti og unnið mikilvæg stig fyrir Blika.

Markvörðurinn Guy Smit, sem hefur farið frábærlega af stað með spútnikliði Vestra, og Luke Rae í KR eru í þriðja og fjórða sæti með 7,85. Sá síðarnefndi er með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í hinu afar skemmtilega liði KR.

Athygli vekur að tveir aðrir leikmenn Vals, Patrick Pedersen og Birkir Heimisson, eru einnig á listanum yfir efstu tíu. Valur hefur fengið mikla gagnrýni í upphafi móts en svaraði vísu með stórsigri gegn ÍA í síðustu umferð.

Efstu tíu eftir sex umferðir 
1. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) – 8,15
2. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) – 7,87
3. Guy Smit (Vestri) – 7,85
4. Luke Rae (KR) – 7,85
5. Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur) – 7,77
6. Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) – 7,76
7. Patrick Pedersen (Valur) – 7,75
8. Birkir Heimisson (Valur) – 7,68
9. Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV) – 7,62
10. Tobias Thomsen (Breiðablik) – 7,60

Guy Smit. Mynd/ Heimasíða ÍBV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“
433Sport
Í gær

Tapar 64 millljónum á gjaldþrota vatni

Tapar 64 millljónum á gjaldþrota vatni