Staðfest hefur verið að Felix Zwayer muni dæma úrslitaleik Manchester United og Tottenham í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Zwayer er þýskur dómari sem er af flestum talin einn fremsti dómari í heimi.
Úrslitaleikurinn fer fram eftir átta daga og leikið verður í Bilbao á Spáni.
Mikið er í húfi hjá báðum félögum sem hafa átt hörmulegt tímabil í ensku deildinni, sigur í úrslitaleiknum bjargar tímabilinu.
Undir er ekki bara sigur í keppninni heldur einnig sæti í Meistaradeildnni sem gefur mikla fjármuni í reksturinn.