Jamie Jackson blaðamaður Guardian hefur staðfest að Ruben Amorim haldi starfi sínu hjá Manchester United sama hvað gerist í næstu leikjum.
Amorim hefur gengið afar illa með United eftir að hann tók við af Erik ten Hag í nóvember.
Sama hvað gerist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku mun ekki hafa áhrif á framtíð stjórans frá Portúgal. Jackson er mjög virtur blaðamaður og er vel tengdur hjá United.
Því má túlka fréttir hans sem heilagan sannleik. Amorim hefur átt í tómum vandræðum með að finna taktinn í deildinni.
Liðið situr í 16 sæti deildarinnar og hefur tapað 17 leikjum á tímabilinu. Versta frammistaða liðsins frá 1974.
Þrátt fyrir það hafa eigendur United trú á Amorim og mun hann fá tækifæri til að smíða leikmannahóp sinn í sumar.