fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. maí 2025 13:00

Screeshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United hélt að hann væri við dauðans dyr vegna flensu sem hann fékk á dögunum. Ferdinand endaði um borð í sjúkrabíl.

Ferdinand lét vita af veikindum sínum í síðustu viku þegar hann mætti ekki til starfa hjá TNT í Bretlandi þar sem hann átti að fjalla um fótboltaleiki.

„Ég fékk rosalegan vírus, ég hélt á tímabili að ég væri að deyja. Ég hélt að það væri að gerast, ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja,“ sagði Ferdinand.

„Ég var heima hjá mér, ég var í rúminu og ég var svo þjáður. Ég gat ekki lengur opnað augun.“

„Ég fékk höfuðverk, ég fæ það nánast aldrei. Ég hélt að hausinn væri á hvolfi og að augun væru bara að fara að springa út.“

Rio Ferdinand

Flensan var mjög slæm og segir Ferdinand. „Ég var síðan byrjaður að gubba og mér fannst allt vera á hvolfi, ég hélt í lakið á rúminu. Ég vissi ekki neitt.“

„Ég var fluttur á sjúkrahús og þá var mér sagt að ég færi í heilaskanna, þá fyrst varð ég stressaður.“

„Ég var á sjúkrahúsinu í nokkra daga en naut þess ekki að vera þar eða borða matinn. Súpan og ísinn þar gera nú yfirleitt kraftaverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kostuleg saga af Wayne Rooney þegar hann var rekinn

Kostuleg saga af Wayne Rooney þegar hann var rekinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni