Liverpool hefur hafið samtal við Bayer Leverkusen um kaup á Jeremie Frimpong. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Klásúla er í samningi Frimpong við Leverkusen og getur hann farið fyrir 35 milljónir punda.
Romano segir að Liverpool ræði við Leverkusen um það hvernig hægt er að ganga frá samkomulagi um þá klásúlu.
Samtal Liverpool við Frimpong er einnig farið af stað og ætti ekki að vera flókið.
Liverpool vill fá Frimpong til að fylla skarð Trent Alexander-Arnold sem er að fara frítt til Real Madrid.