Luis Diaz kantmaður Liverpool hefur ekki einn einasta áhuga á því að fara frá félaginu í sumar. Fjallað er um þetta í heimalandi hans.
Diaz er frá Kólumbíu og hefur verið í stóru hlutverki hjá Liverpool á þessu tímabili.
Hann hefur verið orðaður við Barcelona en hefur ekki snefil af áhuga á því að fara frá Anfield í sumar.
Búist er við nokkrum breytingum hjá Liverpool í sumar en Arne Slot stjóri liðsins vill breyta til þrátt fyrir góðan árangur.
Búist er við að Diogo Jota og Darwin Nunez fari frá Liverpool í sumar og að liðið fái inn nýjan sóknarmann.