Manchester City mun styrkja sig nokkuð í sumar og nú segir Telegrap að Tijjani Reijnders sé ofarlega á óskalistanum.
Reijnders er miðjumaður AC Milan en hann er 26 ára gamall.
Reijnders er frá Hollandi en talið er að kaupverðið á honum sé um 57 milljónir punda.
Kevin de Bruyne er að fara frá City og búist er við að fleiri yfirgefi svæðið í sumar.
Reijnders er einn af þeim sem er orðaður við liðið en Morgan Gibbs-White er einnig sagður á blaði en hann hefur átt frábært tímabil með Nottingham Forest.