fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla Önnu Pálu Gísladóttur um hegðun stuðningsmanna ákveðsins félags hér á landi á íþróttakappleikjum hefur vakið mikla athygli, en af viðbrögðum við færslunni að dæma er ljóst að hún á við stuðningsmenn Stjörnunnar.

Anna segir að stuðningsmennirnir hafi gengið fram af sér á fótboltaleik í fyrra með söngvum um holdafar og barnaníð og að sömu stuðningsmenn hafi viðhaft ljótt orðbragð og söngva aftur á dögunum.

„Síðasta sumar fór ég á fótboltaleik þar sem því var blastað í hátalarakerfi að KSÍ liði ekki einelti. Leikurinn hófst og annað stuðningmannasliðið var mjög virkt og gerði lítið úr hæð andstæðinga og holdafari og börnin sungu með. Mér varð á orði að mögulega ætti KSÍ að sleppa þessari yfirlýsingu þar sem börnin lærðu að þetta væri allt í lagi og alls ekki einelti,“ skrifar Anna.

„Sama stuðningsmannalið hefur aftur gengið fram af mér. Mikið stuð og mikið gaman þar sem þeir hvetja andstæðinga til að taka þyngdarstjórnunarlyf og kalla þá barnaníðinga. Og börnin syngja með. Einn andstæðinganna er nýbúinn að eignast barn og foreldrarnir komust að samkomulagi um að móðirin myndi koma barninu í heiminn án nærveru föðurins þar sem hann var að fara að spila mikilvægan leik, þvílík fórn.

Í næsta leik sungu stuðningsmennirnir: „Hver á barnið?” Ég taldi að þetta væru einhverjir unglingar sem myndu nú fá tiltal frá sér vitrari mönnum og sjá að sér. En nei, í næstu viðureign hélt söngurinn áfram. Hvers á þessi unga móðir að gjalda sitjandi við sjónvarpið með hvítvoðunginn?“

Viðbrögðin við færslunni láta ekki á sér standa og miðað við þau er klárlega um stuðningsmenn Stjörnunnar að ræða og virðast þeir hafa gerst uppvísir að ofangreindri hegðun á leik liðsins gegn Tindastóli í úrslitaeinvíginu karlamegin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum.

Anna segir mikilvægt að samfélagið láti sig ekki hafa svona hegðun.

„Mér hefur verið sagt að svona sé þetta bara, að þetta herði leikmennina og svona sé þetta í útlöndum. Ég ákvað fyrst að segja ekki neitt en fékk svo nóg þegar amma hvítvoðungsins tjáði sig um málið og fékk að heyra að það væri betra að vera ekki með neitt vesen og halda bara áfram að hvetja sitt lið. Eigum við þá bara að láta þetta líðast? Eiga leikmenn bara að sætta sig við níðið? Eiga makar þeirra og börn líka að sætta sig við það? Erum við öll til í að láta kalla okkur barnaníðinga til að vera ekki með vesen?

Við þurfum að horfa á stóru myndina. Börnin sem syngja með koma svo í skólann sinn og þar gerum við ráð fyrir að börnin séu góð og sýni hvert öðru virðingu og tillitsemi. Við gerum í raun þá kröfu að þau hafi meiri samskiptahæfni og tilfinningagreind en fullorðið fólk sem það hlustar á syngja níðsöngva um annað fólk. Ef það gengur ekki upp eru skólarnir níddir fyrir að ekki geta komið í veg fyrir að börnin hagi sér illa.“

Þess má geta að mikil umræða um hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar hefur einnig skapast á stuðningsmannasíðum tengdum körfuboltanum hér heima, þar er meðal annars tekið í svipaðan streng og Anna gerir í færslu sinni og sömu dæmi um hegðun Garðbæinga þuld upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Í gær

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“