Xabi Alonso hefur sett það í forgang að Real Madrid gangi frá kaupum á miðverði í sumar, hann tekur við þjálfun liðsins á næstu dögum.
Alonso er að snúa aftur til Real Madrid þar sem hann var áður leikmaður, hann hefur stýrt Bayer Leverkusen með góðum árangri.
Real Madrid er búið að ganga frá samningi við Trent Alexander-Arnold sem kemur frítt frá Liverpool í sumar.
„Real Madrid hefur ákveðið að setja það í forgang að fá inn miðvörð í sumar, þetta er það sem Xabi Alonso bað um og stjórnin er sammála,“ segir Fabrizio Romano.
„Félagið leitar einnig að nýjum vinstri bakverði sem er hluti af plani félagsins fyrir sumarið.“
William Saliba hefur verið nefndur til sögunnar sem miðvörður sem Real Madrid vill fá en ólíklegt er að Arsenal vilji selja hann.