FC Bayern ætlar ekki að hækka tilboð sitt til Leroy Sane og hann getur því farið frítt frá félaginu í sumar.
Sane er 29 ára gamall en hann hafnaði á dögunum tilboði frá Bayern um að vera áfram.
Sane hefur verið orðaður við lið á Englandi og þar á meðal Arsenal sem er sagt horfa til hans.
Þýski landsliðsmaðurinn átti góð ár hjá Manchester City áður en hann fór heim til Þýskalands.
Sane vill alvöru launapakka sem Bayern ætlar ekki að setja á borðið, því er ólíklegt að samkomulag náist.