fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Velur Noble frekar en Fabregas

Victor Pálsson
Mánudaginn 12. maí 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Noble er besti fyrirliði sem Jack Wilshere hefur spilað með en hann greinir sjálfur frá þessu – Wilshere er í dag stjóri Norwich.

Wilshere hefur unnið með mörgum virtum leikmönnum á sínum ferli og var Cesc Fabregas hans fyrirliði um tíma í Arsenal.

Wilshere hefur lagt skóna á hilluna þrátt fyrir að vera 33 ára gamall en hann spilaði með Noble hjá West Ham í tvö ár.

,,Ég myndi segja að hann sé besti fyrirliðinn sem ég spilaði með,“ sagði Wilshere í samtali við TalkSport.

,,Hann var öðruvísi en Cesc. Cesc var örugglega besti leikmaður sem ég spilaði með en jafnvel í dag þá tek ég upp símann og hringi í Nobes. Ég ræði við hann og bið um ráð. Hann er eins og stóri bróðir minn.“

,,Hann er vinur allra, hann ræðir við alla sem eru til staðar og þá meina ég alla, líka starfsfólkið á æfingasvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fabregas eða Ten Hag?

Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Lagleg endurkoma Arsenal á Anfield

England: Lagleg endurkoma Arsenal á Anfield
433Sport
Í gær

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“