Það var baulað á Trent Alexander-Arnold á Anfield í gær í jafnteflinu gegn Arsenal, eins og mikið hefur verið rætt og ritað um.
Trent er á förum frá Liverpool á frjálsri sölu og eru allar líkur á að áfangastaðurinn sé Real Madrid, þó það hafi ekki verið staðfest formlega.
Margir stuðningsmenn Liverpool hafa tekið illa í þessa ákvörðun kappans og var hressilega baulað á hann í sínum næstsíðasta heimaleik á Anfield í gær, í 2-2 jafntefli gegn Arsenal.
Liðsfélagar Liverpool standa þó þétt við bak hans og sér í lagi Dominik Szoboszlai, líkt og mátti sjá eftir leikinn.
Stóð hann við hlið Trent og virtist biðja menn um að gefa honum smá slaka. Myndband af þessu er hér neðar.
szobo loyal till the very end pic.twitter.com/HAMl0hM3P0
— tess (@hcpegfc) May 11, 2025