Magnað atvik kom upp eftir jafntefli Nottingham Forest og Leicester í gær, þegar eigandi fyrrnefnda liðsins vildi eiga orð við stjóra þess.
Forest hefur átt frábært tímabil en verið að fatast flugið undanfarið í Meistaradeildarbaráttunni, en er þó aðeins stigi frá sæti í keppninni sem stendur.
Þá tryggði Forest sæti í Evrópukeppni með stiginu gegn Leicester í gær, en fæstir spáðu liðinu svo góðu gengi síðasta sumar.
Owner having a go at Nuno is CRAZYYYY😭😭😭 pic.twitter.com/6uWBcXV5Gs
— (fan) 𝗔𝗺𝗼𝗿𝗶𝗺’𝘀 𝗥𝗲𝗱𝘀 ✍🏼🇵🇹 (@AmorimBalll_) May 11, 2025
Evangelos Marinakis, umdeildur eigandi félagsins, sá þó ástæðu til að vaða inn á völlinn eftir leik í gær og átti hann eitthvað ósagt við Nuno.
Marinakis var harkalega gagnrýndur af mörgum fyrir þetta, þar á meðal sparkspekingnum Gary Neville.
„Ef ég væri Nuno yrði ég brjálaður út í hann því þetta er algjört hneyksli,“ sagði hann á Sky Sports.
„Þeir voru að tryggja Evrópusæti, sem er magnað í ljósi þess hvar félagið var, og að gera þetta fyrri framan stuðningsmenn er algjört rugl.“