fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Báðir aðilar vonast til að skipti Rashford gangi upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. maí 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Marcus Rashford og Barcelona binda enn vonir við að leikmaðurinn geti flutt sig yfir til Katalóníu í sumar. Þetta segir Fabrizio Romano.

Rashford var sterklega orðaður við Börsunga í janúar, en fór að lokum til Aston Villa á láni frá Manchester United.

Hann var kominn út í kuldann á Old Trafford og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Svo gæti farið að enski sóknarmaðurinn semji endanlega við Villa, þar sem hann hefur staðið sig vel, í sumar en hans heitasta ósk er þó að skrifa undir hjá Barcelona.

Romano segir að Barcelona hafi ekki getað fengið Rashford í janúar vegna fjárhagsreglna, en félaginu tókst ekki að losa Ansu Fati til að búa til pláss fyrir hann.

Barcelona telur að Rashford gæti nýst þeim vel, þar sem hann getur spilað úti á kanti og sem fremsti maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu