Carlo Ancelotti er að yfirgefa Real Madrid og taka við brasilíska landsliðinu. Þetta kemur nú fram í helstu miðlum.
Ancelotti mun klára að stýra Real Madrid út þessa leiktíð og hans síðasti leikur verður gegn Real Madrid 25. maí.
Ancelotti er sigursælasti stjóri í sögu Real Madrid en liðið hefur valdið vonbrigðum á þessari leiktíð og er útlit fyrir að það verði titlalaust eftir tap gegn Barcelona í La Liga í gær.
Þá er það draumur Ancelotti að taka við brasilíska landsliðinu og mun hann nú gera það síðar í þessum mánuði og stýra því á HM næsta sumar, sem og í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Fyrsti leikurinn verður gegn Ekvador 5. júní.
Ítalinn verður fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Brasilíu.
Xabi Alonso, fráfarandi stjóri Bayer Leverkusen og fyrrum leikmaður Real Madrid, mun taka við liðinu af Ancelotti.