Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku þegar liðið mætir Manchester United.
Starfsmenn United fá hins vegar enga miða en niðurskurður hefur verið hjá félaginu.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir félaginu í dag hefur tekið mikið af fríðindum af starfsmönnum félagsins.
Starfsmenn United fá boð um að mæta á stað í Manchester og horfa á leikinn saman sem fram fer í næstu viku. Þar fá þeir að borða og drekka.
Leikurinn fer fram í Bilbao á Spáni þar sem mikið er undir en sigur gefur sæti í Meistaradeild Evrópu.
🚨 #mufc are not handing free tickets to staff for the Europa League final – while Tottenham are offering a complimentary ticket to every full-time employee. [@MikeKeegan_DM] pic.twitter.com/IhXvDPqM7z
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) May 11, 2025