Wayne Rooney áttaði sig á því eftir tvo leiki sem stjóri Birmingham að hann væri að taka að sér gríðarlega erfitt verkefni.
Rooney stoppaði stutt hjá Birmingham 2023-2024 en hann var rekinn í byrjun 2024 eftir virkilega slæmt gengi.
Rooney var með ákveðin stíl af fótbolta sem hann vildi spila en var fljótur að átta sig á því að leikmenn hans væru of lélegir svo það væri hægt.
Rooney ætlaði í kjölfarið að breyta um leikstíl en fékk nei frá stjórninni sem lofaði því að hann myndi fá inn betri leikmenn í janúar.
Því miður fyrir Rooney þá var hann rekinn fyrir það og féll Birmingham að lokum í þriðju efstu deild á því tímabili.
,,Þegar ég kom til Birmingham þá útskýrði ég fyrir þeim hvernig fótbolta ég vildi spila. Eftir tvo leiki þá sagði ég við þessa leikmenn að þeir gætu ekki framkvæmt þá hugmyndafræði,“ sagði Rooney.
,,Ég vildi reyna að aðlagast þeim til að ná úrslitum. Svarið frá eigendunum var nei, að ég ætti að halda áfram og svo í janúar þá myndi ég fá inn leikmenn. Ég var rekinn 1. janúar.“