fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney áttaði sig á því eftir tvo leiki sem stjóri Birmingham að hann væri að taka að sér gríðarlega erfitt verkefni.

Rooney stoppaði stutt hjá Birmingham 2023-2024 en hann var rekinn í byrjun 2024 eftir virkilega slæmt gengi.

Rooney var með ákveðin stíl af fótbolta sem hann vildi spila en var fljótur að átta sig á því að leikmenn hans væru of lélegir svo það væri hægt.

Rooney ætlaði í kjölfarið að breyta um leikstíl en fékk nei frá stjórninni sem lofaði því að hann myndi fá inn betri leikmenn í janúar.

Því miður fyrir Rooney þá var hann rekinn fyrir það og féll Birmingham að lokum í þriðju efstu deild á því tímabili.

,,Þegar ég kom til Birmingham þá útskýrði ég fyrir þeim hvernig fótbolta ég vildi spila. Eftir tvo leiki þá sagði ég við þessa leikmenn að þeir gætu ekki framkvæmt þá hugmyndafræði,“ sagði Rooney.

,,Ég vildi reyna að aðlagast þeim til að ná úrslitum. Svarið frá eigendunum var nei, að ég ætti að halda áfram og svo í janúar þá myndi ég fá inn leikmenn. Ég var rekinn 1. janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas