Það er óhætt að segja að Marco Silva, stjóri Fulham, hafi ekki verið of ánægður með sína menn eftir myndband sem fór í dreifingu á föstudag.
Myndbandið er af tveimur sterkustu leikmönnum Fulham, Calvin Bassey og Adama Traore en þeir slógust í búningsklefanum.
Þeir félagar ákváðu að fara í glímu fyrir framan myndavél og tóku tvær lotur þar sem Traore hafði betur.
Traore er mögulega vöðvamesti leikmaður úrvalsdeildarinnar og átti Bassey í miklum vandræðum með kantmanninn.
Samkvæmt enskum miðlum er Silva virkilega óánægður með þessi ‘slagsmál’ þar sem einhver hefði svo sannarlega getað slasað sig í hita leiksins.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér.
Calvin Bassey vs. Adama Traoré… 🤼♂️
Fulham’s dressing room turned into a wrestling ring 🤣
“If I had grip” might be the oldest excuse in the book 😭
pic.twitter.com/5ynfEEyQVC— 🇯🇲 TMC Music Connoisseur x THEUN❌PECTEDTV (@MusicConnoisseu) May 9, 2025