Southampton vakti athygli á Twitter eða X síðu sinni í gær eftir leik við Manchester City í efstu deild Englands.
City mistókst að vinna versta lið vetrarins á útivelli en leiknum lauk með 0-0 jafntefli á St. Mary’s vellinum.
Ruben Dias, leikmaður City, var hundfúll eftir leikinn og gagnrýndi spilamennsku Southampton í viðureigninni.
,,Það er pirrandi að spila gegn svona liði. Þeir eru ekki einu sinni að reyna að spila leikinn,“ sagði Dias.
,,Þeir eru að eyða tíma allan tímann og hafa engan vilja til þess að spila eða vinna. Þeir eru bara þarna. Við reyndum hvað við gátum en skoruðum ekki.“
Southampton ákvað að svara á samskiptamiðlum með færslu sem má sjá hér.
A point without even trying to play 🤷♂️ pic.twitter.com/RBWRN6QTsj
— Southampton FC (@SouthamptonFC) May 10, 2025