Eins og margir vita þá er Xabi Alonso að kveðja Bayer Leverkusen og er að öllum líkindum að taka við Real Madrid í sumar.
Alonso gerði frábæra hluti með Leverkusen á tíma sínum þar en hann vann deildina taplaust á síðustu leiktíð.
Tvö mjög áhugaverð nöfn eru nú orðuð við Leverkusen en það eru menn sem enskir knattspyrnuaðdáendur kannast við.
Erik ten Hag er annar þeirra en hann hefur verið án starfs eftir að hafa yfirgefið Manchester United í fyrra.
Hitt nafnið er Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal, sem er í dag stjóri Como í efstu deild á Ítalíu.
Kicker fjallar um málið en Ten Hag er líklegri kostur þar sem Leverkusen þyrfti að borga Como fyrir Fabregas sem er enn samningsbundinn.