Liverpool 2 – 2 Arsenal
1-0 Cody Gakpo(’20)
2-0 Luis Diaz(’21)
2-1 Gabriel Martinelli(’47)
2-2 Mikel Merino(’70)
Arsenal tókst að ná í stig í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Liverpool á Anfield.
Það var mikið undir hjá Arsenal fyrir leik en liðið er í mikilli baráttu um Meistaradeildarsæti.
Útltið var ekki bjart fyrir gestina í hálfleik en meistararnir voru 2-0 yfir og í ansi þægilegri stöðu.
Þeir Gabriel Martinelli og Mikel Merino náðu þó að jafna metin fyrir lok leiks en sá síðarnefndi fékk einnig rautt spjald er um 11 mínútur voru eftir.
Arsenal er í öðru sæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan Manchester City sem er í því þriðja.