Bayern Munchen lyfti þýska meistaratitlinum í gær en liðið vann Borussia Monchengladbach á heimavelli.
Bayern var búið að tryggja sér titilinn fyrir þennan leik en urðu svokallaðir ‘sófameistarar’ eftir síðustu umferð.
Eftir leikinn í gær var titlinum fagnað almennilega en Kane komst á blað í sigrinum – liðið er á toppnum með 79 stig eftir 33 leiki.
Þetta er fyrsti deildarmeistaratitill Kane á sínum knattspyrnuferli og var hann eðlilega virkilega ánægður með árangurinn.
Kane fór í ákveðna bjórsturtu á meðan hann tók upp myndband til að setja á samfélagsmiðla eins og má sjá hér fyrir neðan.
HOW DOES IT FEEL!? 😂🍻🏆 pic.twitter.com/4UBs5Jbl4X
— Harry Kane (@HKane) May 10, 2025