KA 0 – 1 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason(’13)
Aron Bjarnason var hetja Breiðabliks í dag sem spilaði við KA í Bestu deild karla.
Það var engin markaveisla í boði á Akureyri en eitt mark dugði þeim grænklæddu að þessu sinni.
Það var Aron sem gerði það snemma leiks og tryggði gestunum dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni.