Alexander Rafn Pálmason varð í gær yngsti markaskorari í sögu Bestu deildar karla.
Um er að ræða gríðarlegt efni en hann er 15 ára gamall og skoraði fyrir KR gegn ÍBV í efstu deild.
Alexander er sá yngsti til að byrja leik í efstu deild og er nú yngsti markaskorari í sögunni – magnaður árangur.
Alexander á ansi reynslumikinn föður en pabbi hans er Pálmi Rafn Pálmason sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður og lék einnig fyrir KR.
Eiður Smári Guðjohnsen átti metið en það var sett árið 1994.