fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Rautt spjald og læti í uppbótartíma þegar KR jafnaði gegn Val – Stjarnan með fullt hús stiga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 21:17

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör í tveimur leikjum í Bestu deildinni í kvöld. Rosaleg dramatík var í leik KR og Vals sem lauk með 3-3 jafntefli

Leikurinn var frábær skemmtun en Luke Rae opnaði markareikning kvöldsins með marki fyrir KR. Jónatan Ingi Jónsson jafnaði áður en Patrick Pedersen kom Val yfir með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-2 í hálfleik.

Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði leikinn fyrir KR með geggjuðu marki áður en Pedersen virtist ætla að verða hetja liðsins með 2-3 markinu.

Það var svo þegar langt var liðið á uppbótartíma sem Hólmar Örn Eyjólfsson braut af sér og var rekinn af velli, Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu en brotið var fyrir utan teig.

Jóhannes Kristinn steig á punktinn og skoraði, 3-3 jafntefli niðurstaðan í mögnuðum leik.

Í Garðabænum vann Stjarnan góðan 2-1 sigur á ÍA þar sem Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmarkið. Stjarnan með fullt hús stiga

Stjarnan 2 – 1 ÍA
1-0 Andri Rúnar Bjarnason
1-1 Steinar Þorsteinsson
2-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason

KR 3 – 3 Valur
1-0 Luke Rae
1-1 Jónatan Ingi Jónsson
1-2 Patrick Pedersen (Víti)
2-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason
2-3 Patrick Pedersen
3-3 Jóhannes Kristinn Bjarnason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson