fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Arnar: „Mér hugnast það illa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, opinberaði í gær leikmannahóp sinn fyrir tvo umspilsleiki gegn Kósóvó í Þjóðdadeildinni 20. og 23. mars. Hann er brattur fyrir verkefninu.

Um er að ræða fyrsta hópinn sem Arnar velur frá því hann tók við, en leikirnir eru upp á að halda sæti okkar í B-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland spilar heimaleik sinn í einvíginu á Spáni en þykir sigurstranglegri aðilinn. Strákarnir okkar eru í 70. sæti heimslistans en Kósóvó er númer 99.

Arnar Gunnlaugsson
play-sharp-fill

Arnar Gunnlaugsson

„Leikirnir leggjast mjög vel í mig. Mér finnst frábært að þetta séu mótsleikir sem skipta máli en ekki æfingaleikir. Kósóvó er með léttleikandi lið, með sterkan og reynslumikinn þjálfara,“ sagði Arnar við 433.is í gær.

Hann leggur þó meiri áherslu á sterka frammistöðu en úrslit í þessu verkefni.

„Þetta skiptir máli en ég er að leitast eftir frammistöðum. Ég er að leitast eftir ljósglætu sem við getum notað til að horfa fram veginn. Á þessum tímapunkti, að vinna einhverja heppnissigra og fá ekkert út úr því, mér hugnast það illa.“

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
Hide picture