fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
433Sport

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. febrúar 2025 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, goðsögn Liverpool, er á því máli að Manchester United eigi ekki að nota enska landsliðsmanninn Kobbie Mainoo í varnarsinnuðu hlutverki þessa stundina.

Souness telur að Mainoo sé mun öflugri hinum megin á vellinum og að hans varnarvinna sé ekki upp á marga fiska.

Mainoo er 19 ára gamall og er gríðarlega efnilegur en hann á mögulega eftir að finna sína sterkustu stöðu á vellinum.

,,Það kom mér ekki á óvart að heyra Ruben Amorim segja að Mainoo væri ekki þægilegur í varnarsinnuðu hlutverki á miðjunni,“ sagði Souness.

,,Ég sagði það í júní að af ungum efnilegum enskum miðjumönnum þá er Adam Wharton með mun betri leikskilning varnarlega en Mainoo.“

,,Mainoo vekur athygli því hann er góður á boltanum, hann fer framhjá fólki og út um allt á vellinum. Hann er hins vegar ekki góður í að átta sig á hættustöðum ennþá, hann er að skilja miðjuna eftir of auðveldlega.“

,,Hann er ekki nógu agaður í þessu hlutverki ennþá en hann er aðeins 19 ára gamall. Hann getur þróað sinn leik í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England með fullt hús stiga og vann öruggan sigur

England með fullt hús stiga og vann öruggan sigur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark James í kvöld

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark James í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sér fyrir sér að Kane geti unnið verðlaunin eftirsóttu

Sér fyrir sér að Kane geti unnið verðlaunin eftirsóttu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvorugt íslensku liðanna á möguleika lengur

Hvorugt íslensku liðanna á möguleika lengur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búa sig undir framtíðina án hans og þetta nafn er á blaði

Búa sig undir framtíðina án hans og þetta nafn er á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hafa rætt við De Bruyne
433Sport
Í gær

Óvæntar sögusagnir um Kane og Liverpool

Óvæntar sögusagnir um Kane og Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Kristjáns – Gapandi hissa á þessum ummælum Arnars í gær

Sjáðu eldræðu Kristjáns – Gapandi hissa á þessum ummælum Arnars í gær
433Sport
Í gær

Stórt skref fyrir Borgnesinga

Stórt skref fyrir Borgnesinga
433Sport
Í gær

Stjarnan nær óþekkjanleg eftir rosalegt högg – Myndir

Stjarnan nær óþekkjanleg eftir rosalegt högg – Myndir