Stórlið Manchester United tapaði gegn Crystal Palace í dag en spilað var á Old Trafford í Manchester.
Um var að ræða leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem Jean Philippe Matera reyndist of stór biti fyrir heimaliðið.
Mateta skoraði tvö fyrir Palace í 2-0 sigri sem skilur United eftir í 13. sætinu eftir 24 leiki.
Tottenham kláraði sitt verkefni gegn Brentford og lyfti sér upp í 14. sæti deildarinnar.
Man Utd 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Jean Philippe Mateta(’64)
0-2 Jean Philippe Mateta(’89)
Brentford 0 – 2 Tottenham
0-1 Vitaly Janelt(’29, sjálfsmark)
0-2 Pape Matar Sarr(’87)