fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Víkingur staðfestir kaupin á Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Víkingur tilkynnir með mikilli hamingju að félagið hefur samið við Gylfa Þór Sigurðsson, sem kemur til félagsins frá Val. Gylfa Þór þarf ekki að kynna fyrir neinum, en hann er landsliðsmaður í knattspyrnu og einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér,“ segir á Vef Víkings.

Gylfi, sem er uppalinn FH-ingur, fór 15 ára gamall til Englands og samdi við Reading. Gylfi lék með félaginu og öðrum á láni áður en hann fór til Hoffenheim í Þýskalandi og síðan til Swansea þar sem hann sló í gegn. Gylfi var lykilmaður hjá Tottenham Hotspur og Everton í Englandi, Lyngby í Danmörku og nú síðast með Val í Bestu deild karla.

Gylfi hefur spilað á þremur stórmótum með Íslandi. Fyrst með U21 landsliði Íslands á EM árið 2011 og með A landsliði karla á EM 2016 og HM 2018. Þá er hann markahæsti landsliðsmaður karla frá upphafi.

Gylfi kemur til Víkings á frábærum tíma, en liðið er nú í miðju einvígi gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Framundan er spennandi tímabil í Bestu deild karla og er mikil tilhlökkun að fá að sjá Gylfa í svörtu og rauðu treyjunni.

„Knattspyrnudeild Víkings vill þakka Knattspyrnudeild Vals fyrir heiðarleg og góð samskipti í kringum kaupin á Gylfa. Við bjóðum Gylfa Þór Sigurðsson hjartanlega velkominn í Hamingjuna og hlökkum til þess að fylgjast með honum á vellinum í sumar,“ segir á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn