fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Víkingur staðfestir kaupin á Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Víkingur tilkynnir með mikilli hamingju að félagið hefur samið við Gylfa Þór Sigurðsson, sem kemur til félagsins frá Val. Gylfa Þór þarf ekki að kynna fyrir neinum, en hann er landsliðsmaður í knattspyrnu og einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér,“ segir á Vef Víkings.

Gylfi, sem er uppalinn FH-ingur, fór 15 ára gamall til Englands og samdi við Reading. Gylfi lék með félaginu og öðrum á láni áður en hann fór til Hoffenheim í Þýskalandi og síðan til Swansea þar sem hann sló í gegn. Gylfi var lykilmaður hjá Tottenham Hotspur og Everton í Englandi, Lyngby í Danmörku og nú síðast með Val í Bestu deild karla.

Gylfi hefur spilað á þremur stórmótum með Íslandi. Fyrst með U21 landsliði Íslands á EM árið 2011 og með A landsliði karla á EM 2016 og HM 2018. Þá er hann markahæsti landsliðsmaður karla frá upphafi.

Gylfi kemur til Víkings á frábærum tíma, en liðið er nú í miðju einvígi gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Framundan er spennandi tímabil í Bestu deild karla og er mikil tilhlökkun að fá að sjá Gylfa í svörtu og rauðu treyjunni.

„Knattspyrnudeild Víkings vill þakka Knattspyrnudeild Vals fyrir heiðarleg og góð samskipti í kringum kaupin á Gylfa. Við bjóðum Gylfa Þór Sigurðsson hjartanlega velkominn í Hamingjuna og hlökkum til þess að fylgjast með honum á vellinum í sumar,“ segir á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndi forðast það að kaupa leikmann Liverpool – ,,Ég myndi frekar taka Rashford“

Myndi forðast það að kaupa leikmann Liverpool – ,,Ég myndi frekar taka Rashford“
433Sport
Í gær

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Í gær

Hafnar því alfarið að hafa tekið þátt í því að dreifa barnaklámi

Hafnar því alfarið að hafa tekið þátt í því að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“