fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Víkingur staðfestir kaupin á Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Víkingur tilkynnir með mikilli hamingju að félagið hefur samið við Gylfa Þór Sigurðsson, sem kemur til félagsins frá Val. Gylfa Þór þarf ekki að kynna fyrir neinum, en hann er landsliðsmaður í knattspyrnu og einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér,“ segir á Vef Víkings.

Gylfi, sem er uppalinn FH-ingur, fór 15 ára gamall til Englands og samdi við Reading. Gylfi lék með félaginu og öðrum á láni áður en hann fór til Hoffenheim í Þýskalandi og síðan til Swansea þar sem hann sló í gegn. Gylfi var lykilmaður hjá Tottenham Hotspur og Everton í Englandi, Lyngby í Danmörku og nú síðast með Val í Bestu deild karla.

Gylfi hefur spilað á þremur stórmótum með Íslandi. Fyrst með U21 landsliði Íslands á EM árið 2011 og með A landsliði karla á EM 2016 og HM 2018. Þá er hann markahæsti landsliðsmaður karla frá upphafi.

Gylfi kemur til Víkings á frábærum tíma, en liðið er nú í miðju einvígi gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Framundan er spennandi tímabil í Bestu deild karla og er mikil tilhlökkun að fá að sjá Gylfa í svörtu og rauðu treyjunni.

„Knattspyrnudeild Víkings vill þakka Knattspyrnudeild Vals fyrir heiðarleg og góð samskipti í kringum kaupin á Gylfa. Við bjóðum Gylfa Þór Sigurðsson hjartanlega velkominn í Hamingjuna og hlökkum til þess að fylgjast með honum á vellinum í sumar,“ segir á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM