fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson verður leikmaður Víkings síðar í dag. Vísir.is segir frá og 433.is hefur einnig fengið staðfest.

Samkvæmt því sem 433.is kemst næst mun Gylfi skrifa undir tveggja ára samning við Víking.

Kaupverðið verður í kringum 20 milljónir króna. Valur samþykkti tilboð Breiðabliks og Víkings í gær.

Víkingur hefur lengi verið að eltast við Gylfa og hefur hann tekið ákvörðun um að semja við Víkinga.

Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi hefur lengi haft augastað á Gylfa og nú loksins tekist að klófesta hann.

Gylfi og hans fólk létu Val vita í síðustu viku að hann vildi burt og síðan hafa málin þróast hratt. Gylfi gekk í raðir Vals fyrir tæpu ári síðan en vildi burt og hefur fengið það í gegn.

Gylfi er 36 ára gamall en hann er einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga