fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir sem horfa á sjónvarp á Íslandi hafa séð auglýsingu þar sem Guðmundur Benediktsson er í sturtu og syngur þar ljúfa tóna. Um er að ræða auglýsingu fyrir Lengjuna, tökudagurinn til að búa til þá auglýsingu var langur.

Guðmundur fór yfir þetta í hlaðvarpinu Seinni níu þar sem aðallega er fjallað um golf en oftar en ekki leiðist spjallið út af sporinu.

Guðmundur sem er fyrrum knattspyrnumaður og er í dag ástsælasti íþróttalýsandi landsins sagði frá því hvernig þessi auglýsing Lengjunnar var til.

„Ég lýg því ekki, mér minnir að við höfum byrjað í tökum klukkan 09:00 á miðvikudagsmorgni. Ég kom heim rétt fyrir 21:00, ég var í sturtu í alvöru í 7 klukkutíma. Ég var soðinn,“ sagði Guðmundur um málið.

Málið var rætt á fundi á mánudeginum og farið í tökur tveimur dögum seinna. „Fjölskyldan var við eldhúsborðið að spila þegar ég kom heim, ég var spurður hvort ég ætlaði að vera með. Ég ætlaði að gera það, settist aðeins í sófann og rotaðist er mér sagt,“ sagði Guðmundur um þennan skemmtilega dag.

Þáttastjórnendur spurðu þá Guðmund hvort hann hefði fengið aukalega greitt fyrir að vera nakinn í auglýsingu. „Nei, væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans, þetta er eins og þetta er. Ef ég hefði vitað þetta aðeins fyrr, þá hefði ég farið tvisvar í ræktina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill