fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Mar Þórisson hefur rift samningi sínum við Öster. Þetta staðfestir hann í samtali við 433.is en hann og félagið komust að samkomulagi þess efnis.

Það var Smålandsposten sem sagði frá því í gær að Þorri væri að fara frá Öster og Fótbolti.net fjallaði svo um.

Er hann orðaður við KR, Stjörnuna, Val og KA nú þegar hann gæti komið heim.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa nokkur erlend lið haft augastað á Þorra síðustu vikur en hann skoðar einnig kosti sína á Íslandi.

Þorri lék ellefu leiki með Öster á síðustu leiktíð þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild í Svíþjóð.

Bakvörðurinn knái ólst upp á Dalvík en lék með KA til ársins 2023 þegar hann hélt í atvinnumennsku, hann getur spilað bæði hægri og vinstri bakvörð.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Vals fyrir tímabilið 2023 en var síðan seldur í atvinnumennsku nokkrum mánuðum síðar. Þorri er 25 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu