

Harry Kane er sagður reyna að sannfæra samherja sinn úr enska landsliðinu, Marc Guehi, um að ganga til liðs við Bayern München, hvort heldur sem er í janúar eða næsta sumar.
Samningur Guehi við Crystal Palace rennur út næsta sumar og félagið hefur staðfest að miðvörðurinn muni yfirgefa liðið, annaðhvort í janúar eða þegar samningurinn klárast.
Guehi var nálægt 35 milljóna punda skiptum til Liverpool á lokadegi gluggans í september, en Palace dró sig frá samkomulaginu þar sem félagið náði ekki í varamann.
Liverpool er talið munu snúa aftur í janúar, en samkvæmt enskum miðlum eru þeir ekki líklegir til að endurtaka tilboðið frá september. Sagt er að Palace væri tilbúið að selja fyrir um 25 milljónir punda.