

Chelsea mun líklegla ekki kaupa inn leikmann í janúarglugganum og mun halda sig við sinn hóp út tímabilið.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en Standard segir þó að tvö undrabörn séu á óskalista félagsins.
Það eru þeir Konstantinos Karetsas hjá Genk og hinn 17 ára gamli Djylian N’Guessan sem spilar fyrir St. Etienne í Frakklandi.
Báðir leikmenn eru gríðarlega efnilegir en litlar líkur eru á að þeir verði keyptir í janúarglugganum.
Margir eru á því máli að Chelsea þurfi að styrkja vörnina fyrir seinni hluta tímabilsins en útlit er fyrir að ekkert verði gert í næsta glugga.
Liðið tapaði 2-1 heima gegn Aston Villa á dögunum og er langt frá toppsætinu eins og staðan er. Liðið spilar þessa stundina við Bournemouth á heimavelli.