

Cristiano Ronaldo er sannfærður um að hann geti náð þúsund mörkum á sínum ferli áður en skórnir fara á hilluna.
Ronaldo verður 41 árs gamall í febrúar en hann er leikmaður Al Nassr í Sádi Arabíu og er enn landsliðsmaður Portúgals.
Ronaldo er einn allra besti leikmaður sögunnar en hann hefur hingað til skorað 956 mörk á sínum ferli.
,,Ég er ennþá mjög metnaðarfullur og er með ástríðuna til að halda áfram,“ sagði Ronaldo.
,,Það skiptir engu máli hvort ég spili í Sádi eða í Evrópu, það eina sem ég þrái er aðs vinna titla og ná ákveðnum markmiðum.“
,,Ég er viss um að ég nái því markmiði [þúsund mörkum] ef ég slepp við meiðsli. Njótiði kvöldsins og ég óska ykkur gleðilegs árs.“