
Tottenham hefur samþykkt að selja Brennan Johnson til Crystal Palace fyrir um 35 milljónir punda, samkvæmt The Athletic.
Johnson gekk til liðs við Tottenham frá Nottingham Forest sumarið 2023 fyrir um 47,5 milljónir punda og hefur átt ágætis tíma í norður-London.
Var hann í stóru hlutverki undir stjórn Ange Postecoglou en með komu Thomas Frank hefur spilmínútum hans farið verulega fækkandi.
Johnson hefur einnig verið orðaður við Bournemouth, sér í lagi vegna yfirvofandi brottfarar Antoine Semenyo til Manchester City. Palace virðist hins vegar ætla að hafa betur.