
Wolves þarf að styrkja lið sitt í janúar eftir hörmulegt gengi og horfir félagið nú til Króatíu.
Úlfarnir eru með tvö stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, 16 stigum frá öruggu sæti og fall í B-deildina blasir við. Glugginn er þó að opna og freistar félagið þess að snúa genginu við. Er það sagt hafa áhuga á Niko Sigur, leikmanni Hajduk Split í Króatíu.
Um er að ræða miðjumann sem einnig getur leyst allar stöðurnar í varnarlínunni ef þess þarf. Sigur er kanadískur landsliðsmaður og spilar því á HM á heimavelli næsta sumar.
Wolves heimsækir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en ljóst er að liðið þarf að fara að safna stigum sem fyrst.
🚨🟠⚫️ Wolves interested in 22 year old Canada international and Hajduk Split defensive midfielder Niko Sigur.
Wolves are one of few top 5 league clubs interested in Sigur in January window ahead of the World Cup. pic.twitter.com/LsTNVBHNou
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2025