

Paul Gascoigne hefur sagt frá sambandi sínu við Terry Venables sem lét lífið 2023 eftir erfið veikindi en sá síðarnefndi þjálfaði fyrrum stórstjörnuna á hans ferli.
Gascoigne brotnaði niður eftir að hafa heyrt af andláti Venables 2023 en þeir unnu saman hjá Tottenham og ennska landsliðinu.
Gascoigne er goðsögn í enskum fótbolta en hefur undanfarin ár aðeins komist í fréttirnar utan vallar og þá aðallega vegna áfengisvandamála.
,,Þegar hann dó þá var ég einn í bílnum og hágrét. Þetta var demantur af manni, hann þurfti að vera það til að þola mig,“ sagði Gascoigne.
Hann ræddi svo samtal þeirra um Glenn Hoddle sem þjálfaði Gascoigne í enska landsliðinu á sínum tíma.
Hoddle ákvað að velja Gascoigne ekki í enska landsliðshópinn fyrir HM 1998 – eitthvað sem leikmaðurinn tók persónulega.
,,Það tók mig um ár að jafna mig á þessu. Ég var líka að ganga í gegnum skilnað og var ekki að hugsa rökrétt en að sama skapi á er Glenn Hoddle fáviti.“
,,Terry varaði mig við þessum manni, að hann myndi vilja taka fyrirsagnirnar og hann gerði það líklegast. Hann er algjör hálfviti.“