
Barcelona íhugar að fá Dusan Vlahovic til liðs við sig á frjálsri sölu næsta sumar sem arftaka Robert Lewandowski.
Samningur pólska framherjans rennur út eftir tímabilið og framtíð hans hjá Katalóníurisanum er enn óljós. Líklegt er að hann fari og hefur hann til að mynda verið orðaður við Bandaríkin.
Samkvæmt Marca horfir Barcelona nú til Vlahovic, sem er samningsbundinn Juventus til sumars. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni, aðeins skorað þrjú mörk í deild og Evrópu og verið meiddur undanfarið.
Vlahovic gekk í raðir Juventus árið 2022 eftir stórgott gengi hjá Fiorentina og voru miklar vonir bundnar við hann. Hann hefur þó ekki beint tekið þau skref sem búist var við á síðustu árum.