

Brooklyn Beckham og eiginkona hans, leikkonan Nicola Peltz, sýndu enn á ný samstöðu opinberlega á samfélagsmiðlum í gær, á sama tíma og gagnrýni frá aðdáendum eykst vegna langvarandi deilu hans við fjölskyldu sína.
Nicola birti mynd á Instagram þar sem þau hjónin sitja saman í sófanum, klædd í sams konar grá föt og hlæja yfir einhverju í síma Brooklyn. „Við skipulögðum ekki klæðnaðinn,“ skrifaði hún við færsluna, en Brooklyn svaraði með orðunum „my sweetie pie“.
Færslan kom aðeins tveimur dögum eftir að Brooklyn var fjarverandi í brúðkaupi Holly Ramsay og Adam Peaty, þar sem foreldrar hans, David og Victoria Beckham, og systkini hans voru viðstödd.
Samkvæmt heimildum hafa Brooklyn og Nicola ekki haft samband við Beckham-fjölskylduna í nokkra mánuði, eftir að ágreiningur blossaði upp þegar Brooklyn mætti ekki í 50 ára afmæli föður síns.
Meira
Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær
Yngri bróðir hans, Cruz, upplýsti nýverið að Brooklyn hefði lokað á alla fjölskylduna á samfélagsmiðlum. „Foreldrar mínir myndu aldrei hætta að fylgja syni sínum, það var lokað á þau,“ skrifaði Cruz.
Í athugasemdum við nýjustu færslu Nicola hvöttu margir Brooklyn til að sættast við foreldra sína, en á sama tíma virðast hann og eiginkona hans staðráðin í að standa saman gegn fjölskyldu hans.