
Ruben Amorim er ánægður með sitt fyrsta ár eða svo hjá Manchester United, þó gengið hafi verið kaflaskipt og mjög dapurt á löngum köflum.
Amorim tók við af Erik ten Hag síðla hausts í fyrra. Honum tókst ekki að snúa gengi liðsins við á fyrstu leiktíðinni og endaði í 15. sæti ensku úrvaldeildarinnar.
Gengið á þessari leiktíð hefur verið öllu skárra en hefur óstöðugleiki þó einkennt liðið.
„Ég hef lært mikið. Það hafa orðið miklar breytingar, ekki bara hjá okkur sem liði heldur félaginu í heild,“ segir Amorim um árið.
„Að mínu mati erum við heilbrigðara félag og við erum að búa okkur undir framtíðina. Við erum í betri stöðu.“
Amorim og hans menn taka á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.