
Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins, hefur verið sagt upp störfum.
Vísir vekur athygli á þessu, en Víðir er einn reynslumesti blaðamaður landsins og hafði starfað á Morgunblaðinu í 26 ár.
„Mér var sagt upp störfum hjá Árvakri núna fyrir hádegið og hef yfirgefið Hádegismóana fyrir fullt og allt eftir 26 ár hjá fyrirtækinu.
Takk fyrir frábært samstarf, sum ykkar í öll 26 árin. Þetta hefur verið góður tími, enda ríflega hálf starfsævin, en nú tekur eitthvað annað skemmtilegt við,“ segir Víðir í pósti til starfsmanna og Vísir hefur eftir.