
Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, mun taka þátt í opinni æfingu liðsins í dag, en hann er að snúa aftur eftir baráttu við andleg veikindi.
Úrúgvæski miðvörðurinn vill með þessu sýna stuðningsmönnum þakklæti sitt fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið á meðan hann hefur verið frá keppni vegna andlegra veikinda.
Araujo hefur verið fjarverandi í nokkurn tíma og einbeitir sér nú að endurkomu í skrefum, en flýtir sér hægt. Óvíst er hvenær nákvæmlega hann snýr aftur á völlinn.
Araujo fer nú eftir sérsniðnu æfinga- og endurhæfingarprógrammi með einkapjálfara, sem var sett saman af lækna- og þjálfarateymi Barcelona.