fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. desember 2025 09:00

Mynd: Þróttur R.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Egill Láruson getur enn gengið í raðir Íslandsmeistara Víkings á fyrri hluta næsta árs, þrátt fyrir að hafa skrifað undir hjá Þrótti R. rétt fyrir jól.

Sigurður gekk í raðir Lengjudeildarliðs Þróttar á dögunum en áhugavert ákvæði er í samningnum, eftir því sem fram kemur hjá Jóhanni Má Helgasyni í hlaðvarpinu Dr. Football.

Samkvæmt því má Sigurður ganga í raðir Víkings fyrir 15. mars, sækist félagið eftir því að fá hann. Ku það velta á hvort aðrir leikmenn fari, þar sem Víkingar eru sem stendur vel mannaðir.

Sigurður er uppalinn hjá Víkingi en gerði hann garðinn frægan með Val og raðaði inn titlum. Samningur hans á Hlíðarenda var ekki endurnýjaður í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Í gær

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta